Í ljósi þess að það hafa verið miklar vangaveltur um hvaða leikmann/menn Fergie muni kaupa hef ég útbúið óskalistann minn.
Það eru nokkrir sem eru ofarlega á óskalistanum mínum. Fyrst og fremst er það Ronaldinho. Það væri frábært að hafa hann annað hvort frammi eða fyrir aftan Nistelrooy eða þá á hægri kantinum ef Beckham yrði seldur, sem ég efast nú samt um. Ég hef líka lengi haft dálæti á Patrick Kluivert og það væri algjör draumur að fá hann fram með RvN. Þeir yrðu án efa besta framherjapar á Bretlandseyjum ef ekki í heiminum. Svo er uppi umræða um hvaða varnarmann Fergie eigi að kaupa og eru þar nöfn á borð við Lucio sem að ég held að eigi alls ekki heima í Manchester liðinu. Fyrir stuttu fór ég á leik með Tottenham og var þar einn maður sem að heillaði mig upp úr skónum, og það er hann Ledley King. Hann átti alla bolta og sóknarmennirnir áttu ekki séns í hann. Ungur og mjög efnilegur miðvörður sem að myndi, ásamt Rio Ferdinand, mynda sterkasta miðvarðarpar Englands. Annar ungur og efnilegur varnarmaður er Christian Chivu hjá Ajax. Ég fylgdist með honum í nokkrum leikjum í meistaradeildinni og ég held að þarna sé að finna einn efnilegasta varnarmann heims. Ég held að miðjan sé allveg nógu sterk og það er enginn sem að ég myndi vilja sjá fara. Beckham og Giggs eru náttúrulega einir mikilvægustu leikmenn liðsins og koma oftar en ekki með baneitraðar sendingar og spretti upp kantinn og svo er líka gott að hafa tvo reynslubolta á miðri miðjunni, þá Keano og Scholes, sem hafa þjónað Manchester gríðarlega vel á meðan þeir hafa spilað í rauðu treyunni. Hvað Veron varðar þá er gott að hafa einn heimsklassa leikmann til að leysa hina af ef þeir skyldu meiðast. Hann hefur marg oft sýnt okkur hvers hann er megnugur og það er frábært að hafa hann sem backup á miðjunni. Ég væri líka til í að sjá Tim Howard taka við af Barthez í markinu. Svo er það hann Gattuso. Ég hef ekki séð hann spila neitt en ef það er rétt sem fólk er að segja um gæði hans og baráttu þá væri hann ábyggilega góður arftaki Kean sem að hefur átt í töluverðum meiðslum og spurning hvað hann endist mikið lengur.
Þetta er mín skoðun á málinu og það væri frábært að fá kannski svona 2-3 eða jafnvel fleiri af þessum frábæru knattspyrnumönnum á Old Trafford fyrir næsta tímabil.
Takk fyrir mig og endilega segið frá ykkar skoðun á málinu.
kv. Tulipani