Englendingar eru komnir í undanúrslit á Evrópumóti landsliða, sem skipuð eru leikmönnum 17 ára og yngri. Mótið stendur yfir þessa dagana í Portúgal.
Englendingar geta þakkað James Milner, leikmanni Leeds United, að hafa náð í undanúrslitin. Hann skoraði sigurmarkið í fyrsta leiknum gegn Ísrael og um helgina skoraði hann jöfnunarmarkið í 2:2 jafntefli gegn Spánverjum. Þetta jafntefli kom þeim ensku áfram.
Undanúrslitin fara fram á miðvikudagskvöld og leikur þá enska liðið gegn liði gestgjafanna frá Portúgal. Leikirnir um verðlaunasæti fara fram á laugardaginn.
Báðir leikmenn Leeds, James Milner og Aaron Lennon, komu inná sem varamenn í fyrsta leiknum á EM undir 17 en voru báðir í byrjunarliðinu í 0:0 jafnteflinu gegn Ítölum. Lennon, sem er ný orðinn 16 ára, hóf síðasta leik á bekknum.
Þess má geta að Aaron Lennon var enn aðeins 14 ára þegar hann lék sinn fyrsta landsleik með U17 liði Englands. Hann er talinn sá efnilegast sem Leeds United á í Thorp Arch, kanttspyrnuskóla félagsins. Í vetur afrekaði hann það m.a. að skora þrennu í bikarleik (þar sem miðað er við 18 ára aldur) þrátt fyrir að vera bæði yngstur og minnstur á vellinum. Það verður spennandi að fylgjast með Aaron Lennon þegar hann verður eldri … og stærri.