Piacenza 4-2 Milan
Milan stillti upp algjöru varaliði og voru t.d. fimm leikmenn úr varaliðinu í liðinu og þriðji markvörður liðsins, Valerio Fiori, stóð á milli stanganna. Það, frekar en annað, var aðalástæðan fyrir tapi Milan gegn Piacenza sem var þegar fallið eftir að hafa kastað frá sér 2-0 forystu gegn Parma í 3-2 tap á síðustu fimm mínútumun í síðustu umferð. Dario Hubner 2, Enzo Maresca(víti) og Marco Marchionni skorðuðu mörkin fyrir heimamenn eð Cristian Brocchi gerði bæði mörk Milan, það fyrra úr vítaspyrnu.
Juventus 4-3 Chievo
Athygli Juve beinist kannski fyrst og fremst að úrslitaleik Meistaradeildarinnar á mánudag, en þeir sýndu í þessum leik að þeir eru verðugir sigurvegarar Scudetto. Chievo varð að sigra til að halda í vonina um sjötta sætið og Evrópusæti, en sá draumur varð ekki að veruleika. Meistararnir hvíldu nokkra lykilmenn og voru til að mynda Marco Di Vaio og Marcelo Zalayeta í framlínunni, Ruben Olivera á miðjunni og varamarkvörðurinn Antonio Chimenti stóð í markinu. Zalayeta kom Juve í 2-0 með marki í sitt hvorum hálfleiknum, en þýska tröllið Oliver Bierhoff minnkaði muninn á 62. mínútu. David Trezeguet, sem hafði verið á vellinum í aðeins þrjár mínútur eftir að hann kom inná sem varamaður fyrir Marco Di Vaio, kom Juve í 3-1 á 70. mínútu. En Bierhoff var ekki hættur og níu mínútum frá marki Trezeguet hafði hann fullkomnað þrennu sína með tveimur mörkum. Það var þó ekki nóg því Cristian Zenoni skoraði sigur markið þrem mínútum fyrir leikslok og Juve sigraði í miklum markaleik.
Inter 2-2 Perugia
Inter hafnaði í öðru sæti í deildinni þrátt fyrir að ná aðeins jafntefli gegn Perugia heima í gær. Hernan Crespo kom Inter tvisvar yfir í leiknum en Christian Obodo og Marco Di Loreto jöfnuðu fyrir gestina
Aðrir leikir í gær:
Bologna 0-2 Reggina
Como 1-0 Torino
Udinese 2-1 Lazio
Roma 1-2 Atalanta
Empoli 0-2 Parma
Brescia 2-2 Modena
Heimildir: gras.is
Kveðja kristinn18