Jæja þá er fyrsta umferð búin og önnur byrjuð það er nó af greinum um fyrstu umferðina þar sem að mörg óvænt úrslit einkendu umferðina
t.d Grindavík Valur og ÍBV-KA. Önnur umferð byrjaði með leikjum
Vals og ÍBV,KA-FH og ÍA-Þróttar.
Valur-ÍBV á Hlíðarenda
Það dró til tíðinda strax á 8.min þegar Valsmenn voru í sókn
Benidikt skaut góðu skoti sem Birkir Kristjánsson varði frábærlega.
á 30 mínótu lék Matthías guðmundsson sér að vörninni og uppskar víti sem Jóhann Hreiðarsson skoraði úr.1-0
3 mínótum síðar fengu ÍBV-menn víti (vafasamur dómur?)sem Ólafur varði úr, illa gert hjá ÍBV-mönnum sem virkilega hefðu þurft að nýta færin sín betur.
Valsmenn sóttu af krafti í seinni byrjun seinni hálfleiks og uppskáru sem erfiði á 50 min. þegar Bjarni gaf fyrir og Jóhann Hreiðarsson skoraði, óverjandi fyrir Birki.2-0
En nokkru síðar sofnuðu Valsmenn á verðinum og Tom Betts minkaði muninn fyrir eyjamenn eftir hornspyrnu.2-1
Valsmenn svöruðu svo fyrir sig og skoruðu eftir Horn og þar var Ármann Smári að verki 3-1
Valsmenn gerðu svo endanlega út um leikinn á 80 min. þegar Ian Jeffs skorar sjálfsmark eftir gott hlauð frá Matthíasi.4-1
Valsmenn áttu leikinn sem var aldrei spennandi og aldrei var hægt að segja “ÍBV komst inn í leikinn” eða “ÍBV menn komust inn í leikinn en þá var það of seint” jafnvel eftir 2-1 markið þeirra.
Frábær byrjun hjá valsmönnum sem spáð var falli en af sama skapi illa gert hjá ÍBV-mönnum sem eru búnir að tapa fyrir Val og KA.