Tveir leikir fóru fram í 1. deild karla í knattspyrnu í gærkvöld en þetta voru fyrstu leikirnir í 2. umferð. Keflavík heimsótti Breiðablik í Kópavoginn og höfðu sigur 2-0. Bæði mörk Keflvíkinga komu í seinni hálfleik. Þar með hafa leikmenn Keflavíkur unnið báða leiki sína til þessa og eru á toppnum í deildinni. Á Víkingsvelli sigruðu Víkingar lið Hauka mjög örugglega 3-0 en staðan í hálfleik var 1-0 fyrir Víkinga.
Magnús Þorsteinsson gerði bæði mörk Keflvíkinga í gærkvöldi í Kópavoginum en hann skoraði eitt mark í 1. umferð og er því kominn með þrjú mörk eftir tvo leiki í 1. deild karla. Daníel Hjaltason skoraði tvö mörk fyrir Víking í seinni hálfleik í gærkvöldi en Bjarni Hall gerði fyrsta mark Víkinga fyrri hálfleik.
Í dag fer fram einn leikur í 1. deild karla en í Njarðvík mætast heimamenn og Leiftur/Dalvík. Leikurinn á morgun hefst klukkan 16:00. Á sunnudaginn eru svo síðustu tveir leikirnir í 2. umferð en þá mætast Stjarnan og Afturelding í Garðabænum og fyrir norðan mætast Þór og HK á Þórsvelli.
Kveðja kristinn18