Það voru þrír leikir í dag í Landsbankadeild karla í dag. Það var óvænt úrslit í öllum leikjunum.
Valur sigraði Grindavík 2-1 á Grindavíkurvelli og það var Jóhann Hreiðarsson sem skoraði bæði mörkin fyrir Val.
KA sigraði ÍBV 3-2 á Hásteinsvelli en KA lenti 2-0 undir í hálfleik en gáfust samt ekki upp. Leikmenn ÍBV gerðu 2 sjálfsmörk í leiknum. FH og ÍA gerðu 1-1 jafntefli í Hafnafirði þar sem Jónas Grani skoraði fyrir FH og Gunnlaugur Jónsson fyrir ÍA.
Svona voru úrslitin í þessum þrem leikjum í dag:
FH - ÍA 1-1 (1-0)
1-0 Jónas Grani Garðarsson 35. mín
1-1 Gunnlaugur Jónsson 88. mín
Grindavík - Valur 1-2 (1-1)
1-0 Ólafur Örn Bjarnason (víti) 9. mín
1-1 Jóhann Hreiðarsson (víti) 37. mín
1-2 Jóhann Hreiðarsson 72. mín
ÍBV - KA 2-3 (2-1)
1-0 Gunnar Heiðar Þorvaldsson 10. mín
2-0 Gunnar Heiðar Þorvaldsson 24. mín
2-1 Hreinn Hringsson 40. mín
2-2 Tom Betts (sjálfsmark) 48. mín
RAUTT - Brynjólfur Lárusson leikmaður ÍBV 60. mín
2-3 Andri Ólafsson (sjálfsmark) 64. mín
Í kvöld klukkan 19:15 mætast svo Fylkir og Fram á Fylkisvelli og á morgun mætast Þróttur og KR klukkan 19:30.
Kveðja kristinn18