Stjörnuliðið Real Madrid töpuðu áðan ítalska liðinu Juventus 3-1 í Torínó. Juventus komst þá áfram því fyrri leikurinn fór 2-1 fyrir Madridmönnum og samanlögð úrslit voru 4-3 fyrir Juventus.
Juventus voru betri flest allan leikinn en þeir komust yfir á 12. mínútu og það var David Trezeguet sem skoraði það mark. Á 43. mínútu skoruðu Juventus annað markið sitt í leiknum og það var Alessandro Del Pierro sem skoraði það, en svo fengu Real Madrid gott tækifæri til að minnka muninn þegar það var dæmd vítaspyrna og Luis Figo tók hana en Buffon, markvörður Juventus, varði hana.
Á 73. mínútu gerðu Juventus út um leikinn þegar Pavel Nedved skoraði þriðja mark Juventus í leiknum. Real Madrid náði þó að minnka muninn á 89. mínútu og það var Zidane sem skoraði.
Það voru 5. mínútum bætt við leiktímann en Real Madrid náði ekki að skora og Juventus komnir í úrslitaleik Meistaradeildarinnar.
Það verða því tvö ítölsk lið sem leika til úrslita um Evrópumeistaratitilinn á Old Trafford í Manchester 28. maí, Juventus og AC Milan.
Kveðja kristinn18