Logi Ólafsson, fyrrum landsliðsþjálfari í knattspyrnu, hefur verið fenginn til að liðsinna Ásgeiri Sigurvinssyni með A-landslið karla í þeim verkefnum sem framundan eru. Samkvæmt tilkynningu frá KSÍ í dag verður Logi hægri hönd Ásgeirs og munu þeir starfa náið saman að þjálfun og stjórnun liðsins.
Þeir munu vinna náið saman að þjálfun og stjórnun liðsins.
Logi stjórnaði landsliðinu frá febrúar 1996 fram í júní 1997 en undir hans stjórn léku Íslendingar 14 leiki, unnu 4, gerðu 3 jafntefli og töpuðu 7 leikjum. Logi var síðast aðstoðarþjálfari hjá Lilleström í Noregi en hefur síðan hann hætti þar starfað á íþróttadeild Norðurljósa.
Heimildir: ksi.is, fotbolti.net, mbl.is, gras.is,sportid.is
Kveðja kristinn18