Graham Taylor, stjóri Aston Villa, sagðist í gær vonast til að geta gengið frá kaupsamningi á Jóhannesi Karli Guðjónssyni í sumar en hann hefur verið á láni hjá félaginu frá Real Betis síðan í janúar. Jóhannes Karl, sem er 23 ára gamall, skoraði frábært mark í leiknum gegn Leeds í gær og undirstrikaði það afhverju Taylor vill halda í hann.
Taylor sagði:
,,Við munum núna ræða málin við Betis. En svona viðræður eru ekki einfaldar. Fjárhæð var gefin upp þegar við fengum hann á láni en ég er viss um að við munum samt eiga í viðræðum um einhvern tíma. Við viljum kaupa hann en það er margt sem þarf að ganga frá því við vitum ekki hvað Betis er að hugsa."
Kveðja kristinn18