Juventus tryggði sér í dag ítalska meistaratitilinn í 27. sinn en liðið gerði í dag 2-2 jafntefli við Perugia á Delle Alpi. Á sama tíma gerði Inter Milan 1-1 jafntefli við Parma á heimavelli og því ljóst að liðið getur ekki náð Juventus að stigum en tvær umferðir eru eftir í ítölsku úrvalsdeildinni. Lazio sigraði í dag Bologna 2-0 á útivelli og er nokkuð öruggt í fjórða sætinu og þar með sæti í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili.
Úrslit dagsins
Bologna - Lazio 0-2
Brescia - AC Milan 1-0
Como - Chievo 2-4
Empoli - Atalanta 0-0
Inter Milan - Parma 1-1
Juventus - Perugia 2-2
Piacenza - Reggina 2-2
Roma - Torino 3-1
Udinese - Modena 2-1
Staða efstu liða eftir 32 umferðir
1 Juventus 69 stig
2 Inter Milan 61 stig
3 AC Milan 58 stig
4 Lazio 57 stig
5 Chievo 54 stig
Heimildir: sportið
Kveðja kristinn18