Umræða er um að Atli hafi hætt og held ég að þetta sé bara rugl.
Ég held bara að hann hafi verið rekin,við vitum öll að Eggert Magnúson setti alveg skýr markmið varðandi árangur í forkeppni EM og hefur Íslenska landsliðið ekki staðið undir þeim undir stjórn Atla.
Ég held að flestir hafi tekið eftir því að liðið er að spila Ensku 2 og 3 deildar bolta í öllum leikjum þar sem boltanum er þrusað fram og síðan er bara tilviljun hver nær honum,ekkert spil og enginn hugmyndaríki í leik liðsinns.Og síðan skilur Atli aldrei neitt í neinu af hverju þjóðin er fúl og búar á liðið eftir leiki.Ásgeir Sigurvinnsson hefur tekið við til bráðabyrða hann er fínn kall og skemmtilegur og ágætur þjálfari en ekki típan til framtíðar.

Atli hefur bara ekki staðið undir væntingum því Íslenska liðið er búið að tapa 5 af síðustu 6 leikjum.Fyrst á móti Búlgörum 2-0 síðan á móti Eistlandi 2-0,2svar fyrir skotum og einu sinni Finnum 3-0.Þeir unnu leikin á móti Litháum 3-0.

Mér finnst að það hefði aldrei átt að ráða Atla og taka einhvern útlendan sem kennir leikmönnunum aga og að spila boltanum á milli sín.
Og síðan skil ég ekki af hverju Þórður Guðjónsson er ekki oftar í liðinu,gaurinn er búinn að vera að brilla með Bochum og er einn besti leikmaður Íslenska liðsinns.


Ég held að það hafi bara verið sagt að Atli hafi hætt en ég held að hann hafi verið rekin.
Hann Atli er frábær þjálfari og allir vita það en hann er kannski ekki sá rétti í að stjórna landsliðinu.Ég held að hann gæti plummað sig vel í Englandi ef að hann fengi séns.