Þormóður Árni Egilsson sem hefur verið fyrirliði KR síðustu ár hefur ákveðið að láta þetta gott heita og hætta að spila með félaginu. Þormóður hefur ekkert æft með KR í vetur en Þormóður hefur reynt að hætta í nokkurn tíma. Í fyrra byrjaði Þormóður að æfa rétt fyrir mót þar sem mikil meiðsli herjuðu á varnarmenn KR. Núna er það sem sagt staðfest að Þormóður er hættur. KR-ingar eru að hugsa um það að bæta öflugum varnarmanni í hópinn fyrir mót.
Á Stöð 2 í kvöld var sagt frá því að KR-ingar séu að fylgjast vel með Pétri Marteinssyni hjá Stoke City en hann hefur lítið fengið að spreyta sig hjá félaginu á þessu tímabili og líklegt að honum verði boðinn starfslokasamningur við félagið en Pétur á 1 ár eftir af samningi sínum við félagið. Ef það gerist má teljast líklegt að Pétur verði boðinn samningur hjá KR en þetta mál er á byrjunarstigi.
Heimildir: sportið og stöð 2
Kveðja kristinn18