Andri frá KR
KR hefur fengið tilboð frá enska 1. deildarliðinu Portsmouth upp á um 30 milljónir króna. Samningur Andra við KR rennur út í haust og er því mjög líklegt að KR taki tilboðinu til að fá a.m.k. eitthvað fyrir kappann. Það verður erfitt fyrir KR að klára Íslandsmeistaramótið án Andra Sigþórssonar, en KR-ingar hafa augastað á hollenskum sóknarmanni sem leikur með Nijmegen.