Internazionale og Ac Milan áttust við í undanúrslitum Meistarardeildar Evrópu á Giuseppe Meazza San Siro í Milanoborg á Miðvikudaginn. Spilað er bæði heima og úti í undanúrslitunum og var Inter tæknilega séð á heimavelli í þessum leik en eins og flestir vita þá deila Ac Milan og Internazionale með sér heimavelli.
Leikurinn var lítlfjörlegur og vantaði mikið uppá bæði liðin og voru fjölmiðlar í Ítalíu afar vonsvikin með leikinn. Leikurinn stóðst ekki undir mínum væntingum svo og væntingum Ítala sem höfðu beðið lengi eftir þessum grannaslag og baráttunni um Milano. Þótt að leikurinn var vonbrigði þá litu nokkur færi dagsins ljós. Þar má til að mynda nefna færi Alvaro Recoba sem að hefði getað gert mikið betur en að skalla beint á markmanninn. Andriy Shevchenko átti svo líka ótrúlegt færi þar sem að hann var rétt uppvið markmanninn en Toldo náði með ólíkindum að handsama boltann. Ekkert það markvert gerðist fyrr en á síðustu mínútu leiksins þegar Hernan Crespo slapp inn fyrir eftir að Maldini hafði skallað slæman skalla en Crespo lyfti boltanum framhjá. Leikurinn endaði 0-0 og var Hector Cuper, framkvæmdastjóri Inter ánægður að leikslokum. Ac Milan var sterkari aðilinn í leiknum en Inter voru með miklu hættulegri sóknir.
Að mínu mati þá finnst mér 0-0 jafntefli vera mjög ásættanleg úrslit. Ekki það að ég sé ánægður að sjá engin mörk skoruð, heldur að ég er Ac Milan maður og finnst mér þessi úrslit vera gott veganesti fyrir Ac Milan í seinni leikinn, sem verður spilaður einnig á San Siro. Milan þarf aðeins að skora eitt mark og þá setur það pressu á liðsmenn Inter að skora að minnsta kosti 2 mörk. Samt sem áður, leiðinlegur leikur.