KR keppti á móti Þrótt í 8-liða úrslitum í Deildarbikarnum í gær í Egilshöll. KR burstaði þá 11-5 en eftir venjulegan leiktíma var staðan 5-5 því þurfti að grípa til framlengingar. Veigar Páll Gunnarsson skoraði tvö mörk úr vítaspyrnum og Garðar Jóhannsson skoraði tvö og Sigurvin Ólafsson eitt. Í framlengingunni skoruðu KR-ingar sex mörk! Arnljótur Ásvaldsson fjögur mörk og Kjartan Henry Finbogason tvö mörk.
ÍA mætti ÍBV. Leikið var í miklu roki á Akranesvelli. ÍA menn voru betri aðilinn í leiknum og komust yfir á 10. mínútu þegar Hjörtur Hjartarson skoraði úr vítaspyrnu eftir að brotið var á Guðjóni Sveinssyni. 15. mínútum fyrir leikslok bætti Kári Steinn Reynisson við marki með skalla og úrslitin voru 2-0 fyrir ÍA.
Keflavík-Grindavík og KR-ÍA mættast svo í undanúrslitum á sunnudaginn.
Kveðja kristinn18