Beckham frá Manchester United? Mikill orðrómur hefur verið í gangi um að David Beckham sé að kveðja Manchester United. Það hefur verið sagt að þá muni hann fara beint til Real Madrid, og hafa reyndar nokkrir enskir fjölmiðlar fullyrt að búið sé að ganga frá samningum og að Beckham fari til Real Madrid í sumar. Þá mun Beckham fá sömu laun og hann fær nú hjá Man. United, eða um 50 milljónir króna á mánuði. Ég hef ekki séð neinar raunverulegar ástæður fyrir því að Beckham vilji hætta með Manchester, fyrir utan auðvitað ósætti hans og Fergusons, knattspyrnustjóra Manchester. Það sem líka ýtir undir orðróminn er að Beckham hefur ekkert gert til að neita þessum orðrómi eða leyna. Auðvitað gæti þetta bara verið enn einn uppspuninn hjá örvæntingafullum fréttamönnum, en Beckham var sagður ætla að fara til Arsenal í febrúar en ekkert meira varð úr því. Ég vona alla vega að þetta sé bara uppspuni, því ég vil alls ekki að David Beckham fari frá Manchester United. En hvað finnst ykkur? Er eitthvað hæft í þessum orðrómum?
Þessi grein er byggð á fréttum sem ég fann á mbl.is