FRAM hefur gert samning við sóknarmannin Guðmund Steinarsson sem kemur frá danska 1. deildar liðinu Brönshöj. Guðmundur gerði það gott með Keflvíkingum á sínum tíma og var markahæsti maður úrvalsdeildarinnar árið 2000 ásamt Andra Sigþórssyni. Guðmundur sem er 23 ára gamall hefur leikið með öllum landsliðum Íslands og hefur alls skorað 28 mörk í efstu deild.
Guðmundur verður tvímælalaust mikill liðstyrkur við FRAMara sem hafa verið í sóknarvandræðum vegna þess að Þorbjörn Atli Sveinsson hefur verið meiddur í marga mánuði.
Hér er smá frétt um hann af www.fotbolti.net:
Hvernig kom það til að þú ákvaðst að skipta yfir í FRAM?
Það kom þannig til að það var ekki búið að ganga nægilega vel hjá þeim í Brönshöj að ganga frá mínum málum og þar af leiðandi þá fór ég að líta í kringum mig og Ólafur Garðarson umboðsmaður athugaði markaðinn heima fyrir mig. Það voru nokkur félög sem sýndu áhuga, en Framarar virtust vera mest spenntir og einnig var ég nokkuð spenntur fyrir þeim og þar með lágu leiðir okkar saman
Ertu spenntur fyrir því að koma aftur heim og spila á Íslandi?
Já vissulega, þó ég hefði frekar verið til í að vera í Danmörku. En það er alltaf gaman að spila á klakanum
Ertu alkominn heim eða ferðu aftur til Brönsjöj í haust?
Nei ég er ekki alkominn heim og ég fer út aftur strax að loknu móti og reikna ég alveg eins með því að fara til Brönshöj aftur því að þar er gott að vera og mér leið mjög vel þar.