Mér finnst virkilega ánægjulegt að sjá í hve mikilli sókn ítalski boltinn er. 3 lið eru í undanúrslitum meistaradeildarinnar og eitt í UEFA. Þetta eru án efa gleðitíðindi fyrir áhugamenn og aðdáendur ítalska boltans. Það er pottþétt að ítalskt lið verði í úrslitum á Old Trafford það er bara spurning um hvaða lið það verði, Inter, Milan eða Juventus. Persónulega myndi ég spá því að störnu prýddustu liðin, Milan og Real Madrid muni fara alla leið. Mér finns nú svona hálf grátbroslegt að Norðurljós skuli hætta að sína ítalska boltann akkúrat á þessum tímapunkti þegar ítalski boltinn er upp á sitt besta. Við verðum bara að vona að Norðurljós taki sig saman í andlitinu og sýni beinar útsendingar frá einni af tveimur sterkustu deildar heims. En í sambandi við stöðu deildarinnar þá virðist Juventus ætla að hafa þetta, þó að Inter menn séu ekki alveg af baki dottnir. Mínir menn í AC Milan virðast vera að klúðra þessu eftir tapið á móti Empoli um helgina.
En samt finnst mér að brytingar þurfi að vera gerðar og breyta þessu áhugamáli í bara “Evrópuboltinn”, þar sem menn gætu rætt um bara fótbolta í Evrópu almennt, alveg frá ítalska boltanum til Liechtensteinska boltans (ef að einhver hefur áhuga). En vonum bara að Norðurljós sjái fyrir sér og sýni frá einni bestu deild Evrópu á næstu leiktíð, og vefstjóri sjái fyrir sér og breyti þessu steindauða áhugamáli í “Evrópuboltinn”, því að þótt að ítalski boltinn verði sýndur aftur þá eru margar fleiri góðar deildir sem að þarf að vera hægt að ræða um eins og spænska og þýska.

Kveðja,
gummo55