Ég ákvað að senda þessa grein á þetta áhugamál vegna þess að það er ekkert áhugamál sem tengist evrópu bolta.
Í þessari grein ætla ég að fjala um leikinn Man Utd - Real Madrid, sem háður var í dag 23. apríl á Old Traford, mörk hans óg ýmsa áberandi leikmenn.
Mörk Real Madrid: Ég verð að viðukenna að ég sá ekki fyrstu 20 mínúturnar þar af leiðandi missti ég af fyrsta markinu en mér var sagt að hafi verið Bartes að kenna og það var Ronaldo sem skoraði það, en ekki setja útá það því að þetta er bara sem mér var sagt, samt ekkert afþví að segja aðeins um það mark.
Annað marakið skoraði einnig Ronaldo eftir “þvílíkt” spil hjá madridingum, og alls ekki erfitt fyrir Ronaldo að skora.
Þriðja markið skorði einnig Ronaldo með glæsilegu skoti í fjærhonið, en ég stíla það aðeins á Bartes, mér fannst hann standa töluvert framarlega.
Mörk Man Utd: Fyrsta markið skoraði Nistelrooy eftir sendingu frá solskjær, að mig minnir
Annað markið var sjálfsmark sem að mig minnir að Helguera hafi skorað. Ég vill ekki segja að það hafi verið honum að kenna Ruud van stóð þarna hinum megin við og hefði “pottþétt” skorað, en það var kannski smá séns fyrir varnarmanninn að pikka boltanum í horn.
Þriðja markið var eftir “frábæra” aukaspyrnu David Beckham's sem var töluvert ný kominn inná.
Fjórða og seinasta mark united manna skoraði einnig beckham, eftir að hierro fékk boltan í sig og hann stefndi inn. Það má eiginlega segja að Beckham hafi “stolið” markinu, en það er smekks atriði.
Lokastaða 4:3 fyrir heimamenn
Álit á nokkrum leikmönnum leikmönnum:
Zidane, að mínu mati langbesti leikmaður leiksins og besti maður í heimi. Þegar maður er ekki búinn að sjá hann spila lengi er maður að segja að Rivaldo eða Ronaldo séu bestir, en hann er óumdeilanlega bestur. Móttökur, sendingar, tækni, hraði, hann hefur allt.
Figo, hann var stórhættulegur á köflum en sást mest lítið í endan þegar spennan var sem mest.
Solkskjær, átti mjög fínan leik, en… að hann skuli ekki hafa skorað að minnsta kosti 2 mörk er bara skandall. Samt yfir höfuð mjög fínn leikur hjá honum.
Beckham, kom inná á sirka 60. mínútu og það var eins og liðið fékk einhvern auka kraft við komu hans, aukþess sem hann setti 2 mök og var með frábærar sendingar.
Ronaldo, skoraði öll mörk Real en samt fannst mér hann ekki vera gera neitt mikið þess á milli.
Takk fyri