Framarar hafa ákveðið að semja ekki við hollenska knattspyrnumanninn Jeroen van Wetten sem kom til móts við þá í æfingabúðum í Danmörku fyrir páskana. Hann varð fyrir meiðslum eftir tvo daga og sýndi lítið. Brynjar Jóhannesson, formaður meistaraflokksráðs Fram sagði að verið væri að skoða málin en ekki lægi ljóst fyrir hvort reynt yrði að fá annan sóknarmann í staðinn. “Wetten er stór sóknarmaður sem við gætum eflaust notað í okkar hópi, en ekki af þeim styrkleika að við förum að leggja í kostnað til að fá hann í okkar raðir.” sagði Brynjar við Morgunblaðið.

Settur var upp æfingaleikur við varalið Farum þar sem van Wetten var leyft að spreyta sig, en markalaust jafntefli var niðurstaðan. Wetten hefur spilað tvo leiki með aðalliði Roosendaal – og skorað í hvorugum þeirra. Samkvæmt www.fram.is þá sýndi hann varla nokkra tilburði til að skora, þótti vinna lítið og vera seinn.