Á Old Trafford í dag mættust Manchester United og Blackburn, Manchester United voru mun sterkari aðilinn í leiknum og á 20. mínútu kom fyrsta markið, David Beckham sendi glæsilega sendingu á Ruud Van Nistelrooy sem skallaði boltann í netið framhjá Brad Friedel í marki Blackburn. En aðeins nokkrum mínútum seinna fékk Blackburn aukaspyrnu, David Dunn sendi háan bolta inn á teig, Barthez ekki með gott úthlaup og af öllum mönnum þá náði fyrrum leikmaður Manchester United, Henning Berg að skalla boltann í netið. Eftir þetta sóttu Manchester menn mun meira og Paul Scholes bætti við marki 5 mínútum fyrir leikhlé.
Í leikhléi kom Ricardo inná í stað Fabien Barthez sem meiddist í jöfnunarmarkinu, og það var aðeins liðin mínúta af seinni hálfleik þegar hann braut klaufalega á Andy Cole sem var slopinn einn inn fyrir vörn United og Andy D'Urso dæmdi réttilega vítaspyrnu. Margir voru kannski búnir að dæma Ricardo sem skúrk dagsins en hann varði glæsilega vítaspyrnuna frá David Dunn. Sjö mínútum síðar skoraði Paul Scholes sitt annað mark og eftir þetta var sigurinn aldrei í hættu. United menn sóttu miklu meira eftir þetta og hefðu geta bætt inn fleiri mörkum en lokastaðan 3-1.
Brad Friedel var langbestur hjá Blackburn og varði oft glæsilega í markinu. Hjá Manchester var Nistelrooy, Giggs og Scholes að spila best.
Fabien Barthez og Nicky Butt urður að fara af leikvelli í leiknum og við United menn vonum vonum bara að þeir verði heilir í næsta leik sem er á móti Real Madrid.
Manchester United halda samt 3 stiga forskoti á Arsenal sem eiga leik til góða en þeir unnu Middlesbrough í dag með mörkum frá Silvain Wiltord og Thierry Henry. Þannig að spennan heldur áfram um baráttuna um meistaratitilinn og spennandi leikir eru framundan.
Kveðja, Nero