
Fulham er enn í bullandi fallhættu, eða 6 stigum frá fullsæti og hafa tapað þremur leikjum í röð í deildinni. Tigana var sagt í mars að samningur hans yrði ekki framlengdur en hann átti að renna út í sumar. Al-Fayed hafði það um málið að segja að léleg úrslit og lélegur liðsandi hafi verið aðalástæðan fyrir brottrekstri hans.
Það gæti farið svo að leikmenn á borð við Steed Malbranque, og fleiri frakkar yfirgefi Fulham vegna þessa, en það er ljóst að það þarf að stokka verulega upp hjá félaginu og þetta er hluti af því.
Kveðja,
Gummo55