Eiður Smári Guðjohnsen
Eiður Smári Guðjohnsen er fæddur 15 september 1978 í Reykjavík og byrjaði að spila hjá Val og fór síðan til PSV Eindhoven þar sem margir góðir framherjar hafa verið í gegnum árin, framherjar eins og Ronaldo sem er nú hjá Real Madrid og Ruud van Nistelrooy sem leikur nú með Manchester United. Þegar hann var hjá PSV, átti hann við þyngdar vandamál að stríða og var hann ekki spilandi mikið í aðalliðinu heldur var hann meira á bekknum og í varaliðinu. En þá var einnig Ronaldo spilandi með PSV. Svo meiddist hann seinna og var ekki spilandi í 1-2 ár og eftir það þá fór hann til KR og spilaði þar í einhvern tíma. Þaðan fór hann til Bolton Wanderers 1999 og stóð sig mjög vel þar, átti stóran þátt í að koma liðinu í fjórðungsúrslit í bæði Ensku bikarkeppninni (FA Cup) og svokölluðu
“Worthington Cup”.
Sumarið 2000 var það bara spurning uppá tíma hvenær stórt lið myndi bjóða honum samning. Og það stóra lið var Chelsea. Þeir borguðu 5 milljónir punda fyrir leikmanninn og var þá Gianluca Vialli sem stjórnaði Chelsea. Stuttu seinna var hann rekinn og
Claudio Ranieri ráðinn í hans stað.
Tímabilið 00/01 var hann að berjast um sæti í liðinu við Jimmy Floyd Hasselbaink og Gianfranco Zola. En þrátt fyrir það þá skoraði hann 13 mörk eftir að hafa aðallega sitið á bekknum.
Á áframhaldandi tímabili 01/02 voru hann og Jimmy Floyd Hasselbaink aðallega í framlínunni og voru þar eitt besta framherjapar deildarinnar og skoraði Eiður 23 mörk á
því tímabili og þeir skoruðu til samans um 50 mörk.
Á sama tímabili lentu þeir í 2 sæti í Ensku bikarkeppninni þegar þeir töpuðu á móti Arsenal á Þúsaldarleikvanginum í Cardiff, en þeir unnu svokallað Charity Shield.
Sumarið 2002 lentu Chelsea í fjárhags erfiðleikum sem leiddu til þess að þeir þyrftu að selja leikmenn og voru framherjar þeirra þar efst á lista.
Á tímabilinu 02/03 (sem stendur yfir núna) er hann búinn að skora nokkur mörk og eitt af því er sagt vera eitt fallegasta mark sem er búið að skora í deildinni í ár.
Gizmoz