Nú er Canela Cup mótinu lokið á Spáni þar sem þátttökuliðin voru sjö íslensk félagslið, Fylkir, ÍBV, KR, FH, ÍA, Afturelding og Grindavík, auk úrvalsliðs frá Úrvali-Útsýn. Úrvalsliðið var skipað varamönnum úr hinum liðunum sem ekki komust í hóp. Mótið var leikið með útsláttarfyrirkomulagi, en þó var öllum liðum tryggðir þrír leikir.
1.UMFERÐ
Fylkir sigraði ÍBV 1-0 með marki frá Ólafi Páli Snorrasyni. Arnar og Bjarki spiluðu með KR sem sigraði FH 2-1. Einar Þór Daníelsson og Veigar Páll skoruðu mörk KR í en hinn nýji ungi danski leikmaður FH inga, Allan Borgvardt, gerði mark FH. Skagamenn tóku Aftureldingu 4-2 þar sem Guðjón Sveinsson skoraði tvívegis fyrir ÍA. Grindavík með Lee Sharpe innanborð sigraði svo úrvalslið Úrvals Útsýnar 3-1.
2.UMFERÐ
Það var 27 stiga hiti á Spáni þegar 2.umferðin fór fram. Íslandsmeistarar KR lögðu Grindavík 1-0 í spennandi leik A-riðils. Veigar Páll Gunnarsson setti sigurmarkið í leiknum. Lee Sharpe átti stórleik á miðjunni hjá Grindavík og var með frábærar sendingar. Ljóst var að KR myndi mæta Fylki í úrslitaleik þar sem Fylkir vann ÍA með tveimur mörkum gegn engu. Theódór Óskarsson gerði bæði mörk Fylkis í leiknum. ÍBV tók Aftureldingu sannfærandi 3-0 á meðan FH-ingar rétt unnu Úrvalslið Úrvals-Útsýnar í vítaspyrnukeppni.
LEIKUR UM 7.SÆTIÐ:
Afturelding fékk 7.sætið með naumum sigri á Úrvalsliðinu í vítaspyrnukeppni.
LEIKUR UM 5.SÆTIÐ:
ÍBV náði 5.sætinu með 1-0 sigri á Fimleikafélaginu frá Hafnarfirði. Það var enginn annar en Steingrímur Jóhannesson sem skoraði eina markið fyrir ÍBV en hann er nýkominn heim eftir tveggja ára fjarveru hjá Fylki.
LEIKUR UM 3.SÆTIÐ:
Grindavík vann 3-0 sigur á Skagamönnum og unnu þar með bronsið. Ray Anthony Jónsson, Grétar Hjartarson og Páll skoruðu mörkin fyrir Grindavík.
ÚRSLITALEIKURINN:
KR mætti Fylki og Björn Viðar Ásbjörnsson kom Fylki yfir strax á 1.mínútu. Kristinn Hafliðason jafnaði á 36.mínútu og aðeins tveimur mínútum síðar kom Veigar Páll Gunnarsson KR-ingum yfir. Á 57.mínútu skoraði Veigar svo aftur en undir lokin náði Jón Björgvin Hermannsson að minnka muninn með marki úr aukaspyrnu. En það duggði ekki og 3-2 sigur KR tryggður og þar með sigur á mótinu. Bjarki Gunnlaugsson meiddist illa á andliti í leiknum og þurfti að leita aðhlynningar á sjúkrahúsi. Veigar Páll Gunnarsson varð markakóngur með 4.mörk og var einnig valinn leikmaður mótsins.