Ég ætla að skrifa grein um liðið mitt, Inter. Þeir eru núna í 2. sæti 5 stigum á eftir Juventus. Þetta er liðið:

Toldo
J. Zanetti Cannavaro Cordóba/Materazzi/Gamarra Coco/Pasquale

Okan/Conceicao Di Biagio/Almeyda/C. Zanetti/Emre
Recoba/Dalmat
Batistuta/Crespo Vieri

Ekki árennilegt lið!

Þeir hafa verið mjög óheppnir með meiðsli þeir Coco og Materazzi og meiðst oft en Cristiano Zanetti hefur verið meira eða minna frá vegna meiðsla sem hann hlaut í sumar.
Lykilmenn liðsins hafa verið Belozoglu Emre, Javier Zanetti og Christian Vieri.
Emre hefur fengið meira frelsi á miðjunni en áður og nýtt sér það mjög vel. Skorað, lagt upp og tæklað!
Fyrirliðinn Javier Zanetti hefur átt gott ár með mörgum sprettum upp völlinn og leitt lið sitt í öllum leikjum ársins nema einum, gegn Milan í október.
Christian Vieri hefur skorað 24 mörk í deildinni og 2 í Meistaradeildinni. Hann hefur þegar jafnað persónulegt met sitt í markaskorun sem hann skoraði með Atletico Madrid tímabilið 1997-1998 og stefnir á met Olivers Bierhoff að skora 27 mörk í deildinni(það er metið eftir að 3 stig voru gefin fyrir sigur)
Inter hefur einnig leyft fjórum strákum úr unglingaliðinu að spila, þeim Obafemi Martins, Giovanni Pasquale, Nicola Beati og Nicola Napolitano. Af þeim hafa Pasquale og Martins spilað í Meistaradeildinni. Beati hefði án efa komist í þennan hóp hefði hann ekki fótbrotnað á 21. afmælisdeginum!
Pasquale hefur verið lykilmaður í fjarveru Coco og staðið sig með mikilli prýði. Hann verður að teljast afar líklegur landsliðsbakvörður í framtíðinni.

Aðrir leikmenn sem hafa ekki spilað mikið eru Domenico Morfeo, Daniele Adani og Guly