Micheal Chopra
Ég sá mig knúinn til að senda inn þessa grein eftir að ég sá að hinn 19 ára gamli Michael Chopra(munið þetta nafn) skoraði 4 mörk í aðeins sínum öðrum leik fyrir Watford en pilturinn er nýkominn til þeirra sem lánsmaður frá Newcastle, en hann var fenginn til að hressa aðeins uppá sóknarleik liðsins. Chopra sem er af Asísku bergi brotinn er fæddur 23 desember 1983 og allt frá því hann var 15 ára má finna viðtöl við hina ýmsu aðila þar á meðal Peter Beardsley sem segja að þessi piltur verði eftirmaður Alan Shearer í treyju númer 9 hjá Newcastle og á endanum englandi. Sir Bobby Robson hefur mikið álit á stráknum sem hefur næmt auga fyrir spili og er gæddur þeim einstaka hæfileika að vera markaskorari frá nátturunar hendi. Á síðustu leiktíð neitaði Robson að lána Chopra vegna ótta við að hann myndi slá í gegn, þetta hljómar svolítið furðulega en kallinn var hræddur um að fjölmiðlar myndu ekki láta hann í friði í kjölfarið en honum fannst hann ekki nógu andlega þroskaður til að meðhöndla þannig pressu. Í dag er Robson hins vegar á öðru máli og gaf hann honum grænt ljós á að fara til Watford og virðist ekki ætla að sjá eftir því. Chopra hefur þrívegis komið inná sem varamaður fyrir Newcastle á móti Barcelona, Leverkusen og Everton og þótt standa sig ágætlega, hann hefur auk þess spilað með öllum yngri landsliðum englands nema u-21 en með þessu áframhaldi fer hann að banka all hressilega á dyrnar hjá Newcastle utd. Fyrir þá sem vilja sjá þennan efnilega leikmann að leik geta viðkomandi horft á undanúrslitaleik Watford gegn Southampton í FA cup en sá leikur er leikinn á Villa park í Birmingham eftir að ég held 2 vikur.