Nú var ég að enda við að horfa á leik Manchester United og Liverpool þar sem fyrsta aðgerð dómarans var að reka fyrirliðann Sami Hyypia af velli.
Það eru ekki margir dómarar sem myndu gera þetta í upphafi leiks vitandi það að þeir væru að eyðileggja skemmtanagildi leiksins alvarlega með þessu athæfi. Einnig fannst mér þetta næstumsköllótta fífl vera alger heimadómari því oft fannst mér brotið á leikmanni Liverpool en síðan dæmt í hag Man. Utd. Eins og til dæmis þegar Beckham hleypur Biscan niður beint fyrir framan nefið á þessu fífli sem dirfist að kalla sig dómara og hann dæmir ekki neitt, á hinum endanum gerist það sama nema að þar er það Poolari sem hleypur Silvestre niður, og þar er dæmt og jafnvel spjald.
Ef engar aðgerðir verða vegna þessa leiks innan enska knattspyrnusambandsins þá er mér nóg boðið. Dómari sem uppfyllir ekki skyldur sínar í leiknum með því að dæma leikinn í samræmi við hegðun BEGGJA liða, á ekki skilið að dæma í ensku úrvalsdeildinni.
Ég ætla að vona að þessi maður fái ekki að dæma fleiri leiki á leiktíðinni í efstu deild.
Þakka þeim sem lásu og biðst fyrirfram afsökunar á stafsetningar- og málfræðivillum.
Sokrates