Enn enn og aftur er eitthvað bras í kringum þessa tvo annars ágætu fransmenn. Núna eru þeir ósáttir við að enska sambandi vilji ekki taka upp mál á hendur Richard Prokas, sem ég veit by the way ekkert um, eftir hreint fáránlega tæklingu á móti Viera. Þetta var meira tilraun til slátrunar, en tækling. Það held ég að flestir okkar sem sáu þetta séu sammála um.

Málið er að dómarinn sá brotið, en fannst það ekki vert að dæma neitt, þannig að hann lét leikinn halda áfram. Hann sagði reyndar eftir að hafa skoðað upptöku af atburðinum að ef hann hefði séð brotið frá öðru sjónarhorni hefði Prokas umsvifalaust fengið rautt. En þar sem dómarinn “sá” atburðinn er ekki hægt að dæma hann í bann eftir á á grundvelli upptaka af leiknum.

En þeim er nú vorkun geyjunum, þar sem þeir eru alltaf í einhverju brasi og agamálum, að þegar einhver gerir “á þeirra hlut” sleppi hann út af einhverjum tækni galla í lögum enska knattspyrnusambandsins. Þeir eru alltaf í banni fyrir misfagra hluti, yfirleitt reyndar réttilega, og á stundum fær maður það á tilfinninguna að það sé nú eitthvað til í því sem þeir séu að segja að þeir, og sérstaklega Viera séu lagði í einelti af þeim sem sjá um að veifa spjöldunum.


En óháð hvort dómarinn sá brotið eða ekki þá eiga menn að fá bann, og það langt, fyrir svona tilburði.