Danirnir hjá FH AGF leikmennirnir Tommy Nielsen og Allan Borgvardt frá Danmörku munu spila með FH-liðinu í sumar. Tommy Nielsen hefur ekki komist í lið AGF vegna meiðsla í nára en hann hefur leikið 56 leiki fyrir liðið og skorað 3 mörk, áður hefur hann leikið með Aarhus Fremad, Næstved Boldklub og Sorø Freja. Allan er afar fljótur og teknískur leikmaður sem nýtist best sem vængmaður. Hann var gjarnan markahæstur í yngri flokkum AGF en hefur skorað 5 mörk í 64 leikjum fyrir AGF. Fyrri félög eru Bramming B og Esbjerg fB.

Tommy sagðist gjarnan vilja upplifa eitthvað nýtt og spila fótbolta í leiðinni. Framkvæmdastjóri AGF, Frank Heskjær, sagði að þetta gæti komið leikmönnunum til góða því ekki væri útlit fyrir annað en þeir myndu verma bekkinn í vor. Þeir voru mjög ánægðir með aðstöðuna hjá FH og hafa gert samning við liðið.

UPPLÝSINGAR AF WWW.THIS.IS/FH:
_______
Tommy Nielsen
Fæddur 11. júní 1972 184 cm / 78 kg

Varnar/miðjumaður sem hefur leikið 57 leiki fyrir AGF og skorað 3 mörk. Á heimasíðu aðdáendaklúbbs AGF segir að uppáhaldsdrykkur hans sé Carslberg Hof af krana (hmmm…)

Fljótur leikmaður sem mest hefur verið notaður sem bakvörður hjá AGF. Annars mjög fjölhæfur og getur spilað fleiri stöður. Góður skallamaður.
_______
Allan Borgvardt
Fæddur 5. júní 1980 180 cm / 76 kg

Sóknar/kantmaður (hægri) sem hefur leikið 64 leiki fyrir AGF og skorað 5 mörk. Telur “dribling” sinn helsta styrkleika.

Smávaxinn og fljótur leikmaður sem hefur verið notaður mikið sem vængmaður. Skorar ekki mörg mörk en hefur lagt þau nokkur upp með tækni sinni og hraða.