Það var byggingaverktaki að nafni H.A Mears sem að stofnaði Chelsea árið 1905. Hann hafði þá keypt Stamford Bridge og svæðið þar í kring til að selja knattspyrnufélaginu Fulham. En sagan segir að Fulham hafi ekki viljað kaupa völlinn og Mears hafi bara ákveðið að stofna eigið lið. Og það gerði hann ásamt félaga sínum Frederick W. Parker og þeir ákváðu að félagið ætti að heita Chelsea og að búningar liðsins yrðu bláir. Síðan þá sóttu þeir um að ganga í Suðurdeildina sem aðeins bestu lið suðurhluta Englands fengu að ganga í. En það tókst ekki af því að Tottenham og Fulham andstæðingar og erkifjendur Chelsea á Lundúnasvæðinu komu fram með miklar mótbárur og þess vegna var Chelsea hafnað. En Chelsea ætlaði sér stóra hluti og sótti um inngöngu í Fótboltadeildina eða það sem að við köllum bara ensku deildina og hóf að leika í 2.deild. Fljótlega var byrjað að tengja glans og glæsilíf við nafn félagsins enda er liðið staðsett í hinum fína vesturhluta Lundúna. Fyrstu árin og áratugina náði félagið engum markverðum árangri nema hvað að það komst í úrslitaleik deildarbikarsins árið 1915 á móti Sheffield Wednesday, en tapaði 3-0. Chelsea átti mjög mikið af peningum og stjóri félagsins frá 1907-1933 David Calderhead átti ekki í erfiðleikum með að fá stjörnur til félagsins en það var sama hvaða stórstjörnur hann fékk til liðsins, ekkert gekk.Gott dæmi um hvernig gekk hjá liðinu er að á árunum milli stríða voru allir 5 framlínumenn Chelsea í enska landsliðinu en ekkert gekk samt sem áður. Þannig gekk þetta eiginlega þangað til 1952 þegar Ted Drake tók við liðinu. Hann ákvað að breyta þeim stimpli sem að hafði verið á Chelsea alveg frá stofnun, félagið var alltaf með frábæra leikmenn en ekkert gekk upp. Svo að hann ákvað að leggja rækt við unglingastarfið og það borgaði sig því að árið 1955 vann Chelsea sinn eina meistaratitil. Félagið ól upp unga knattspyrnumenn sem að spiluðu fyrir liðið en ekki sjálfa sig. Þessir strákar voru kallaðir ,,andarungarnir hans Teds”. Svo, aðeins 7 árum eftir að liðið varð meistari féll það niður í 2.deild. Ein helsta ástæðan fyrir fyrir fallinu var að aðalmarkaskorarinn og markahæsti leikmaður Chelsea frá upphafi Jimmy Greaves gerðist atvinnumað á Ítalíu. Þá sagði Ted Drake af sér og Tommy Docherty tók við skútunni. Hann kom liðinu upp í 1.deild á ný og gerði það að deildarbikarmeisturum eftir að það hafði lagt Leicester að velli í 2 leikjum, samtals 3-2. En árangur næsta stjóra, Dave Sexton er miklu glæsilegri. Undir hans stjórn varð Chelsea bikarmeistari árið 1970 eftir grófan úrslitaleik við Leeds og evrópumeistari bikarhafa ári síðar. Frá 1962 til 1972 var Chelsea með mjög sterkt lið sem að var oft nálægt því að verða englandsmeistarar en það gekk (því miður) ekki. Árið 1975 féll Chelsea og á næstu 14 árum var liðið rokkandi upp og niður á milli 1. og 2.deildar og var einu sinni næstum því fallið í 3.deild. Árið 1982 var Chelsea nær gjaldþrota, en þá kom Ken Bates til bjargar. Hann heypti Chelsea á 1 pund og borgaði allar
skuldir liðsins sem að voru allmiklar. Ráðning Glenn Hoddles sem knattspyrnustjóra árið 1993 markaði stór þáttaskil hjá klúbbnumog árið 1994 kom Hoddle Chelsea í bikarúrslit gegn Manchester United en tapaði 4-0. Hoddle hafði góð sambönd við frábæra leikmenn á meginlandinu og fékk tvo af þeim, Ruud Gullit og Mark Hughes til liðs við sig árið 1995. Árið 1996
varð Hoddle landsliðsþjálfari Englands og Gullit tók við stjórastarfinu. Hann fór strax að þreifa fyrir sér á leikmannamarkaðnum
og keypti frakkann Frank Lebeouf, ítalana Gianluca Vialli , Gianfranco Zola og Roberto Di Matteo á sínu fyrsta ári. Ári síðar
komu m.a. Greame Le Saux, Gustavo Poyet og Ed De Goey. Chelsea vann svo ensku bikarkeppnina 1997 með 2-0 sigri
á Middlesbrough. Di Matteo og Eddie Newton skoruðu mörkin. Í deildinni endaði liðið í 6. sæti sem að var besti árangur þess
í úrvalsdeildinni sem að var stofnuð 1992. En árið eftir var jafnvel enn betra þó að það hafi ekki litið vel út framanaf.
Fyrst var Gullit rekinn af því að hann og stjórnarformaðurinn Ken Bates rifust heiftarlega. En allt er gott sem endar vel,
Gianluca Vialli tók við liðinu og stýrði Chelsea til sigurs í deildarbikarkeppninni, Evrópukeppni bikarhafa og lenti í 4. sæti í deildinni. Sumarið eftir fór Vialli á veiðar og sá hitti. Brian Laudrup, Marcel Desailly, Albert Ferrer og Pierluigi Casiraghivoru orðnir Chelsea menn fyrr en varir. Tímabilið eftir varð Chelsea bikarmeistari eftir að hafa lagt Aston Villa í úrslitaleik 1-0
með marki Di Matteo. En áður en tímabilið 00/01 hófst var Vialli rekinn/hætti og var þá búinn að kaupa m.a. Eið Smára
Guðjohnsen og Jimmy Floyd Hasselbaink. Þá tók maður að nafni Claudio Ranieri við liðinu og stýrði því til 5-0 sigurs á
Manchester United í leik um góðgerðaskjöldinn. Þetta ár varð Chelsea í 6. sæti úrvalsdeildarinnar.
Chelsea FC : Einfaldlega bestir!!!!