Stórleikur í Vesturbænum
Næstkomandi laugardag, 30. júlí mæta til leiks KR-ingar og Skagamenn í frostaskjólinu. Þetta er án efa stórleikur umferðarinnar. Viðureignir þessara liða hafa verið frábær skemmtun síðustu ár, og örugglega engin breyting þar á. KR-ingar unnu fyrri leikinn á Akranesi 2:0 og því eiga Skagamenn harma að hefna. Mikil niðursveifla hefur verið hjá KR undanfarið og það er nauðsynlegt fyrir bæði lið að sigra í þessum leik til að halda sér í toppbaráttunni. Það er því víst að við megum eiga von á stórskemmtilegum leik í Vesturbænum á laugardaginn.