
Charlton greiðir Ipswich Town £900,000 fyrir Hermann. Hann kom frá Wimbledon fyrir metfé á sínum tíma, eða 4,5 milljónir punda en þar sem Ipswich er í greiðslustöðvun má selja leikmenn utan félagaskiptagluggans margfræga. Í vikunni seldu þeir Darren Ambrose til Newcastle United fyrir £1m en lífið eftir fallið úr úrvalsdeildinni hefur reynst þeim erfitt.
Enda þetta á spurningu sem barst inn á vef Sky News:
Hvaða leikmaður hefur ofast fallið úr ensku úrvalsdeildinni í ensku 1. deildina?
Sigurður Bragason, Vestmannaeyjar, Íslandi.
Svar:
Fyrst hélt ég að landi þinn Hermann Hreiðarsson væri sá sem ætti þennan titil, en við fundum óheppnari mann! Ashley Ward slær Hermann út með því að hafa fallið fjórum sinnum (Hemmi þrisvar), í öll skiptin með sitthvoru félaginu. Hann féll úr ensku deildinni með Norwich City (95), Barnsley (98), Blackburn Rovers (99) og Bradford City (01).