
Góðu fréttirnar eru þær að Árni Gautur Arason verður með á laugardag eftir allt saman en hann fór í aðgerð á olnboga á dögunum og stóð ekki til að hann yrði búinn að jafna sig í tíma fyrir Skotaleikinn. Árni lék svo seinni hálfleikinn með Rosenborg sem sigraði sænska liðið Djurgården í æfingaleik í Hollandi í gær og segir í viðtali við Morgunblaðið í morgun að miklar líkur séu á að hann verði með gegn Skotum. “Ég er kannski ekki alveg 100% búinn að ná mér en það reyndi mikið á olnbogann á æfingunni á sunnudaginn og það gekk allt vel og í flestum tilfellum reynir meira á mann á æfingum heldur en í leikjum.” sagði Árni í Morgunblaðinu í morgun.