Fótboltasíðan fotbolti.net leyfði “almúganum” að senda inn spurningar á hinn mjög svo umdeilda landsliðsþjálfara Atla Eðvaldsson og svarar hann því helsta sem hefur brunnið á vörum fólks að undanförnu. Hér í þessari grein ætla ég að taka til það bitastæðasta úr þessu “viðtali”. Ég reyni að hafa þetta ekki of langt en heilmargar spurningar voru sendar inn svo erfitt er að taka nokkrar spurningar úr.
Gunnar Hilmar Kristinsson spyr: Já þú velur Pétur Marteinsson sem kemst ekki í hóp hjá Stoke en skilur Bjarna Gudjónsson út undan ekki gleyma að þegar Bjarni G kom inn á í bakvördinn á móti Liháen þá gjörbreytti hann leiknum viltu útskýra þetta fyrir mér gjörðu svo vel?
Atli svarar: Ég talaði við Bjarna og sagði honum að ég sé að leita eftir skallamönnum, því að Skotarnir leggja mikið upp úr háum sendingum inn í teyginn. Bjarni skildi afstöðu mína og ég á von á að hann fái sína möguleka í framtíðinni.
Guðmundur Már Thorsson spyr: Afhverju reynir þú ekki að fá Arnar Gunnlaugsson í landsliðið?
Atli svarar: Ég valdi Arnar gegn Eistlandi og stóð hann sig mjög vel. Í dag er Arnar með lausan samning og vonumst við til að hann fari að spila til þess að réttlæta val hans. En í dag er erfitt að velja mann sem ekki er samningsbundinn neinu liði, því hann er ekki að spila. Ég talaði við hann um daginn og vona að hlutirnir fari að ganga upp hjá honum. Þá mun hann verða mikill styrkur fyrir okkur, því að við vitum öll hve góður leikmaður hann er.
Marel Sigurðsson spyr: Góðan daginn Atli!
Atli mig langar að vita hverja þú sért að friða með valinu á Guðna, því ekki virðist hann hafa verið í myndinni fyrr þó vel hefði mátt nota hann, en nú 2 mánuðum áður en hann leggur skóna á hilluna þá velur þú hann. Er komin örvænting í yfirþjálfara landsins.
Atli svarar: Er ekki alltaf smá örvænting yfir vali landsliðsins. Örvæntingin kemur eftir að hópurinn hefur verið tilkynntur. Fyrir leikinn gegn Skotum er Guðni valinn til þess að hjálpa liðinu með reynslu sinni. Nú þegar Hermann Hreiðarsson er ekki í vörninni, kemur Guðni eins og kallaður inn í liðið. Ég ætlaði að hafa Guðna út í Eistlandi í nóvember, en þá var hann meiddur.
Ingvar Jónsson spyr: Er það satt að þú og Guðni Bergsson væruð óvinir og það væri þess vegna að þú hafir aldei áður valið hann í liðið?
Atli svarar: Nei, nei ég og Guðni höfum spilað saman bæði hjá Val og með landsliðinu. Það spinnast oft sögur um hitt og þetta.
Freyr Alexandersson spyr: Hef heyrt það að þú og einhverjir félagar þínir í vinnuni hjá Alianz (eða hvernig það er nú skrifað) séuð kallaðir grasbræðurnir af samstarfsfélögum, sökum þess þið liggið alltaf inn á knattspyrnusíðum landans og þá einna helst inn á spjallsíðum.
Er eitthvað til í þessu og ef svo er. Þá liggur beinast við sú spurning hvort þú takir eitthvað mark á því sem skrifað er á spjallsíður þessara vefa? Kveðja Freyr Alexandersson.
Atli svarar: Ég efast um að félagar mínir hjá Allianz hafi tíma til að liggja á spjallsíðum í vinnunni. Ég fer a.m.k. lítið inn á svona síður. Ég hugsa að ég mundi verða ein taugahrúga af því að lesa allt það slúður um mig og þá sem ég kannast við á svona spjalli. Ég get ekki tjáð mig um umræðuna á svona síðum, því sumt fólk er þannig, að það kemur oft á framfæri því sem slæmt er. Ég vona að umræða á svona spjallsíðum sé líka málefnaleg. Annars get ég ekki tjáð mig um svona síður.
Gunnar Hilmar Kristinsson spyr: Já þú velur Pétur Marteinsson sem kemst ekki í hóp hjá Stoke en skilur Bjarna Gudjónsson út undan ekki gleyma að þegar Bjarni G kom inn á í bakvördinn á móti Liháen þá gjörbreytti hann leiknum viltu útskýra þetta fyrir mér gjörðu svo vel?
Atli svarar: Ég talaði við Bjarna og sagði honum að ég sé að leita eftir skallamönnum, því að Skotarnir leggja mikið upp úr háum sendingum inn í teyginn. Bjarni skildi afstöðu mína og ég á von á að hann fái sína möguleka í framtíðinni.
Björn Axel Jónsson spyr: Segjum sem svo að við myndum tapa gegn Skotum, hvað heldurðu að myndi gerast? 3 stig farin.
Atli svarar: Sumir mundu kætast yfir því, til að geta gagnrýnt. Aðrir segja, kemur næst og eru svekktir fyrir hönd okkar allra. Ég yrði mest svekktur fyrir hönd strákanna, KSÍ og margra dyggra stuðingsmanna. En það kemur dagur eftir þennan leik. Síðan yrði farið yfir hvað fór úrskeiðis og reynt að bæta í næsta leik.
p.s. ég vona að þessi grein verði samþykkt svo að það geti skapat umræða um þetta mál
p.s.2. ef þið viljið sjá allar spurningarnar kíkið á http://www.fotbolti.net/atlisvarar.html