Það er lítið af fréttnæmum atburðum eins og er, en hér kemur það helsta:
Sir Alex Ferguson stjóri Man. Utd. segist ekki óttast þann möguleika að mæta Real Madrid í næstu umferð Meistaradeildar Evrópu, hann sagði að Real Madrid væri með marga snjalla leikmenn innanborðs og það yrði erfitt verkefni að mæta þeim, en að sama skapi yrði það erfitt verkefni fyrir Real Madrid að mæta United. Real Madrid komust naumlega áfram í gær eftir að hafa marið Lokomotiv Mokvu 1-0, og enduðu einu stigi fyrir ofan Dortmund. Á meðan United höfðu unnið sinn riðil þegar tveir leikir voru eftir.
Töluverð meiðsli eru að hrjá Arsenal, og þurfa að mæta Valencia í Meistaradeild Evrópu í kvöld án David Seaman, Ashley Cole og Martin Keown, einnig gætu þeir þurft að vera án Sol Campbell og Patrick Viera. Arsenal meiga ekki tapa þessum leik ætli þeir sér að komast áfram.
Hrákpjakkurinn El Hadji Diouf hefur verið bannaður í 2 leiki af UEFA eftir að hafa hrækt á áhorfanda í leik Liverpool og Celtic, í Evrópukeppni félagsliða í síðustu viku. Liverpool tók þá ákvörðun að sekta hann um tveggja vikna laun fyrir þessa hegðun.