Það kom að því Howard Wilkinson var sparkað frá Sunderland. Hann var ráðinn í október og liðið hafði bara unnið tvo leiki undir hans stjórn og hvorugur þeira var í deildinni.
Sunderland er búið að vera með langslakasta liðið í deildinnni undanfarna mánuði og ég held að það geti fátt bjargað þeim frá fallinu, sem er leitt því að þeir eru með fullt af ágætum leikmönnum.
Ég man eiginlega ekki eftir því að stjóri í úrvalsdeildinni hafi verið rekinn eftir svo stuttan tíma,sérstaklega í ljósi þess að hann var ráðinnn eftir að tímabilið hófst til að stoppa í götin.
Ég held að nú fari Wilko að gera eitthvað annað en stýra fótboltaliðum, því hann virðist vera allveg þurrausinn af hugmyndum.