Greint var frá því í enskum blöðum í dag að Liverpol ætli sér að kaupa Steve Finnan leikmann Fulham. Hér kemur smá umfjöllun um hann frá Liverpool.is:
Steve Finnan er fæddur 20. apríl árið 1976. Hann var keyptur til Fulham frá Notts County fyrir 5 árum síðan fyrir 600,000 pund. Hann hefur leikið 202 leiki fyrir Fulham og er verðmiðinn á honum um 4 milljónir punda. Finnan var í úrvalsliði úrvalsdeildarinnar tímabilið 2001-2002 og var jafnframt valinn leikmaður ársins hjá Fulham. Finnan lék sinn fyrsta leik fyrir Írland gegn Grikklandi 26. apríl 2000 og er nú kominn með um 17 landsleiki. Hann lék alla 4 leiki liðsins á HM.
Það er alveg ljóst ef að Houllier ætlar að halda uppi öflugri sóknarleik en sést hefur á þessu tímabili gengur engan veginn upp að hafa Jamie Carragher í hægri bakverði og raunveruleikinn er bara sá fyrir Babbel að Liverpool verður að stilla einhverjum upp þarna hægra megin í stað hans meðan (og ef) hann nær fyrri styrk.
Kveðja,
Gummo55