Afsakið hvað þetta kemur seint, en eins og máltakið segir betra er seint en aldrei.
10. Glenn Hoddle, Tottenham. Tottenham “nöppuðu” honum frá Southampton þar sem hann var að gera fína hluti. Hann hefur gert ágætis hluti með Tottenham.
9. Kevin Keegan, Manchester City. Hann var þjálfari Fulham enska landsliðsins og Newcastle. Hann var ráðinn til City fyrir tímabilið í fyrra og hann rústaði fyrstu deildinni. Hann fékk mikla peninga til að eyða fyrir þetta tímabil. Hann keypti t.d. Anelka á 11 milljónir og fleiri, og seinna Robbie Fowler á 7m. Hann mætti kannski hugsa aðeins meira um vörnina en annars góður þjálfari.
8. Gerard Houllier, Liverpool. Hann hefur gert fína hluti með Liverpool, en frammistaða hans í ár dregur hann niður. Fyrir þetta tímabil keypti hann marga menn sem stóðu ekki undir væntingum. En hann er fín þjálfari sem ætti ekki að vera rekinn.
7. Gordon Strachan, Southampton. Hann hefur gert frábæra hluti með Southampton. Hann byrjaði á að bjarga þeim frá falli sem hann var vanur frá Coventry og svo næsta tímabil í baráttu um Evrópusæti. Hann hefur gert fín kaup t.d á Fabrice Fernandez og Antti Niemi. Góður þjálfari sem á eftir að koma Southampton í meistaradeildina fyrr eða síðar.
6. Claudio Ranieri, Chelsea. Hann tók við erfiðu starfi þegar hann tók við Chelsea af Gianluca Vialli. Eftir fyrstu 2 tímabilin var maður farinn að efast um að hann væri rétti maðurinn. En hann hefur sannað það að hann er snjall þjálfari með því að vera í mikilli baráttu um meistaradeildarsæti.
5. David Moyes, Everton. Þessi maður er bara snillingur að ná að koma fallbaráttuliði upp í topplið í baráttu um meistaradeildarsæti. Hann hefur gert snjöll kaup á mönnum á borð við Joseph Yobo, Li Tie (lán) og Richard Wright. 'Eg held nú samt að þeir nái ekki meistaradeildarsæti en það breytir því ekki að maðurinn er snillingur.
4. Alan Curbishley, Charlton. Þessi maður ER Charlton. Hann tók við árið 1995 en hann hafði verið stjóri ásamt Steve Gritt frá 1991. Hann komst upp árið 1998 eftir umspil en féll aftur niður. Hann komst svo aftur upp árið 2000 og lenti þá í 9.sæti (minnir mig) með hálfgerðann 1. deildarhóp. Svo núna árið eftir er hann í 6. sæti með enga peninga á milli handanna. Algjör snillingur.
3. Sir Bobby Robson, Newcastle. Hann er á sínu þriðja ári hjá Newcastle. Hann náði fyrst að koma þeim af botninum, svo náði hann meistaradeildarsæti, núna er hann í baráttu um meistaratitilinn. Þessi maður er snillingur og hefur gert ótrúlega hluti með Newcastle.
2. Sir Alex Ferguson, Manchester United. Það vita allir hvað hann hefur gert fyrir Manchester United og ég ætla ekki að ryfja það upp hér. En eitt er víst þessi maður er snillingur.
1. Arséne Wenger, Arsenal. Hann hefur gert frábæra hluti hjá Arsenal og búið til ótrúlegt lið þarna hann er í einu orði sagt SNILLINGUR og á allt hrós skilið