Auðvitað vita nú allir að Liverpool er bara djók. Og að Liverpool aðdáendur skuli dirfast að gera grín fyrir að vinna engan titil, kannski annað árið í röð, er auðvitað líka bara ´djók. Manchester er búið að vinna meira á síðustu fimm árum heldur en líklegt er að Liverpool vinni á næstu fimmtíu árum. Og gleymiði glansrökum ykkar fyrir því að liðið sé best, því að það sé sigursælasta lið Englands, hafa ekki unnið deildina í meira en 10 ár. Chicago Bulls var einu sinni langbest í NBA, en engum dettur í hug að halda því fram að þeir séu bestir núna. Og ég get fullyrt það að enginn Man Utd fan hefði farið að stæra sig eitthvað af því að vinna League Cup, alla vega heyrðist mér á þeim fyrir leikinn að þeim finndist þetta ekkert voða merkilegur bikar. Held að sé kominn tími til að Liverpool aðdáendur horfist í augu við staðreyndir. Liverpool er einungis miðlungslið, no less no more. Innan banda liðsins er enginn, hugsanlega einn, heimsklassa leikmaður. Eini sem kæmi þar til greina er Michael Owen þó það sé varla hægt að segja að hann sé á topp 10 yfir framherja heimsins í dag. Meina drengurinn hefur ekki þróast neitt sem fótboltamaður síðan hann var 18 ára. Hann var afburða 18 ára leikmaður en hefur lítið breyst síðan og er bara svona venjulegur 23 framherji. Og ef einhver vill halda því fram að Gerrard, Hyypia, Dudek, Hamann, Riise, Diouf eða Smicer séu leikmenn á heimsmælikvarða er sá hin sami auðvitað bara vitlaus. Lítið svo á lið eins og Arsenal og Man U, Arsenal er með Henry, Pires, Vieira, Bergkamp, Gilberto Silva og Campbell svo nokkrir séu nefndir og United hefur RVN, Keane, Ferdinand, Beckham, Giggs, Verón og Barthez svo helstu séu nefndir. 8.sætið talar fyrir sig sjálft. En samt til hamingju með þennan æðislega bikar, þetta er allt að koma.
Kveðja, Prai
Til ykkar tapsáru United manna: Ef þið tókuð ekki eftir því, notaði Manchester United í öllum leikjum deildarbikarsins, aðalliðið sitt. Samt haldið þið því fram að United hafi ekki lagt áherslu að vinna bikarinn, þó að sjálfsögðu hefði dollan verið miklu merkilegri í ykkar augum hefðuð þið náð að vinna hana.
Í mínum augum var dollan sjálf aðeins bónus; mjög góður sigur á United var merkilegri. Ekki það að gengið gegn United hafi verið eitthvað lélegt seinustu árin, þvert á móti, en það er alltaf jafn gaman að vinna United og hlusta á vælið sem því fylgir.
Ég er Liverpool maður og ég segi; að Liverpool er annað hvort A-B lið, eða B-A lið. Það hefur verið í djúpri lægð seinasta áratuginn og varð að einskonar miðlungsliði, þó að mannskapinn hafi reyndar alrei skort. Á seinustu árum hefur gengið batnað og sex bikarar unnist á þremur síðustu leiktíðum, miðað við einn á öllum tíunda áratugnum. Þó er liðið ekki orðið nógu gott til að geta talist með þeim allra bestu en við verðum að muna að það tekur tíma að byggja upp meistaralið; Róm var ekki byggð á einni nóttu. Þannig að hver titill, hvað sem hann heitir gefur manni von um betri tíma og Liverpool eigi eftir að verða stórveldi aftur.
Annars er alltaf jafn gaman að heyra í United mönnum þegar hlutirnir fara að ganga illa og ég held að þeir verði að fara að viðurkenna að United í dag er ekki eins sterkt og það hefur verið seinasta áratuginn. Öll stórveldi lenda einhverntímann í lægð þangað til þau rísa aftur, svo einfalt er það og þó að Liverpool sé ,,meðallið" núna þarf það ekki að vera það næstu 50 árin.
Það eru sex stig í meistaradeildarsæti, leikur til góða og leikir eftir við öll þrjú liðin sem berjast um fjórða sætið. Leiktíðin er alls ekki búin og þó að gengið hafi verið slæmt undanfarið er ekki þar með sagt að það geti ekki batnað.
0
Jæja. Þið segið að Liverpool sé lið sem er búið að vera. Mikið er gaman að sjá kokhrausta menn sem eru að fara í gegnum sitt annað tímabil sem titlalaust lið. Árangur l.pool var heilt yfir betri á seinasta tímabili en árangur man utd. Þar á undan var árangurinn ekkert slor, 3 titlar. Má ég spurja hverjir eru það akkurat sem lifa í fornri frægð?
Face it Arsenal er besta liðið í dag. Við l.pool menn getum það, af hverju getiði það ekki? Svo þessi fullyrðing um að við séum bara miðlungslið. Þá vil ég persónulega hafa miðlungslið sem skilar titlum, en stjörnulið sem skilar ekki titlum.
0