Fréttatilkynningin sem KR-Sport og Guðmundur Benediktsson sendu frá sér í dag kemur mörgum á óvart. Þar segir að Gummi hafi skrifað undir nýjan samning við lið KR. Fram kemur á heimasíðu KR að þetta séu mikil gleðitíðindi fyrir alla KR-inga enda hefur Gummi alla tíð verið mikils metinn í þeirra röðum. Guðmundur lék fyrst með KR árið 1995 og hefur skorað 74 mörk mörk í 189 leikjum. Hann er sjöundi markahæsti KR-ingurinn frá upphafi.
Í vetur var ekki vilji til staðar af hans hálfu að taka á sig launalækkun og í kjölfarið sögðust KR-ingar ekki hafa áhuga á að hafa hann í sínum herbúðum, því kemur þetta mjög á óvart. Í febrúar fór sá orðrómur á kreik að Guðmundur væri í samningaviðræðum við Fylki. En Gummi er ekkert að fara þannig að KR-ingar hafa nóg af sóknarmönnum fyrir sumarið!