
Árni gæti verið búinn að jafna sig í tíma en á því eru ekki miklar. “Læknirinn talar um að ég verði frá í 4-6 vikur svo það lítur ekki út fyrir að ég verði klár í leikinn við Skotana. Ég er samt ekki búinn að gefa upp alla von.” sagði Árni við Morgunblaðið. Þetta eru mikil vonbrigði fyrir íslenska knattspyrnu-unnendur því Árni er okkar langbesti markvörður. Birkir er kominn á háan aldur og ekki jafn góður og áður. Hann spilaði í markinu í vináttuleiknum gegn Ungverjalandi í September í fyrra og fékk þá á sig mjög klaufalegt mark í 0-2 tapi.