Hvernig er það, er enginn búinn að spotta Fulham sem
almennilegan kost til uppáhalds.

Svo ég fari aðeins yfir fræðilegu hliðina á þessu þá hefur
enski boltinn tekið stakkaskiptum á síðustu 5 árum. Mikið
flæði erlendra leikmanna hefur litað boltann og hefur
tæknilega hliðin stóreflst. Lið eins og Arsenal, Newcastle og
FULHAM (að öðrum liðum ölöstuðum) eru að sýna nýja
tegund af fótbolta sem sjaldséður var á árum áður.
Boltanum er leikið í stuttu spili, leikmenn hafa kjark til að taka
menn á og hafa frumkvæði til þess að gæða leikinn lífi.

Ég hef haldið með Fulham í fjögur ár. Hef fylgst með þessu
liði klifra upp um tvær deildir, skipta Kevin Keegan út og ráða
Jean Tigana í stjórastólinn. Sá hópur sem spilar fyrir hönd
þessa liðs er gríðarlega efnilegur og tel ég ekki meira en tvö
ár þar til Fulham verða orðnir að topp 6 liði í ensku
úrvalsdeildinni.

Er einhver sammála?

Baróninn