Á laugardag:
Como – Juventus 1 – 3
Juventus gat nú ekki mætt neðsta liði deildarinnar á betri tíma, þar sem flensa hefur farið mikinn um herbúðir Juventus manna undanfarið og margir fastamenn frá. En Juventus hefur auðvitað það breiðan hóp að þessi leikur vannst frekar létt.
Torino – Milan 0 – 3 (leik frestað í hálfleik vegna óláta á Delle Alpi)
Áhangendur Torino voru síður en svo ánægðir með gengi sinna manna í fyrri hálfleik, en Milan hafði farið á kostum og skorað þrjú mörk. Dómarinn varð að fresta leik, þegar seinni hálfleikur átti að hefjast. Þetta mun eflaust hafa alvarlegar afleiðingar fyrir Torino, sem bætir nú ekki úr skák því staða liðsins í deildinni er afar slæm.
Á sunnudag:
Inter – Piacenza 3 - 1
Eftir tvo tapleiki í röð, gegn Chievo um síðustu helgi og gegn Barcelona í Meistaradeildinni, sýndu leikmenn Inter klærnar í þessum leik og unnu frekar þægilegan 3 – 1 sigur á Piacenze, sem er í mikilli fallbaráttu. Helst bar til tíðinda í þessum leik að gamla Fiorentina hetjan Gabriel Batistuta gerði sitt fyrsta mark fyrir Inter á ’60 mínútu. Í kjölfarið fylgdu tvö mörk frá Vieri.
Lazio – Atalanta 0 – 0
Lazio stimplaði sig endanlega úr baráttunni um ítalska meistaratitilinn með því að gera markalaust jafntefli á móti Atalanta, sem er í mikilli fallbaráttu.
Modena – Chievo 1 – 0
Chievo missti af gullnu tækifæri til þess að jafna við Lazio með því að tapa gegn Modena á útivelli. Chievo og Lazio berjast einmitt um fjórða og síðasta lausa sæti Ítala í Meistaradeildinni á næstu leiktíð. Ef Chievo kemst í Meistaradeildina yrði það eitt af því óvænasta í sögu keppninnar. Ég vona að það gerist.
Önnur úrslit:
Bologna – Empoli 2 – 0
Brescia – Reggina 2 – 1 (Baggio setti eitt !!)
Udinese – Roma 2 – 1
Perugia – Parma 1 – 2
Eftir þessa helgi er alveg ljóst að baráttan verður á milli hinna þriggja stóru á Ítalíu, AC Milan, Juventus og Inter.
Um næstu helgi er stórleikur, því þá mætast Juventus og Inter á Delle Alpi í einum af “úrslitaleikjum” deildarinnar. Á sama tíma á AC Milan frekar auðveldan leik á pappírunum gegn Atalanta á San Siro.