Logi Ólafsson sagði í gær upp samningi sínum sem astoðarþjálfari Lilleström í Noregi vegna óánægju í starfinu. Logi segist ekki hafa í huga að liggja eins og hrægammur yfir óförum kollega sinna hér heima. Hann ætlar að koma heim eftir nokkrar vikur.
_______________
Ísland og Skotland deila 60. sætinu á styrkleikalista FIFA sem kynntur var í gær og lyftir sér því upp um eitt sæti. Brasilíumenn halda enn toppsætinu og Frakkar og Spánverjar fylgja fast á eftir. Argentína og Þýskaland skiptast hins vegar á plássum í 4. og 5. sæti.
_______________
Kvennalið FH vann Íslandsmeistara KR í gærkvöldi með einu marki gegn engu. Talið er að FH stelpurnar muni verða með skemmtilegt lið sem er til alls líklegt á komandi tímabili.
_______________
Árni Gautur Arason hefur fengið í hendurnar nýjan 3 ára samning en sá núgildandi rennur út í sumar. Árni segir þó í norskum fjölmiðlum í morgun að ekki sé víst að hann taki tilboðinu því hann viti af áhuga annarra liða.
_______________
Arnór Guðjohnsen er orðinn löglegur umboðsmaður leikmanna og undirritaði yfirlýsingu um framkomu, samkvæmt reglugerð þess efnis, þar sem hann skuldbindur sig til að fylgja þessari reglugerð og grundvallarreglum þeim sem reglugerðin byggist á. Þá hefur Arnór sett á laggirnar knattspyrnuskóla fyrir unga knattspyrnumenn.
_______________
Reykjavíkurmeistar arnir í Fram hafa fengið til sín Guðmund Hreiðarson aðstoðarþjálfara Íslenska landsliðsins. Hann ætlar að sjá um þjálfun markmanna í Safamýrinni. Þá hefur markmaðurinn Tómas Ingason gengið til liðs við Fram á ný frá Val. Tómas sem er 25 ára lék mun því veita Gunnari Sigurðssyni samkeppni um markvarðarstöðuna í sumar.
_______________
Fyrstu leikir í efri deild Deildarbikars karla fara fram föstudaginn 21. febrúar, en þá verður leikið bæði í Boganum á Akureyri og í Egilshöll í Reykjavík. Alls fara fram 8 leikir í Deildarbikarnum þessa helgi.
Föstudagurinn 21. febrúar
18:30 Fram - Keflavík (Egilshöll)
20:15 KA - ÍA (Boginn)
20:30 Fylkir - Haukar (Egilshöll)
Laugardagurinn 22. febrúar
13:00 Afturelding - KR (Fífan)
15:00 FH - Þróttur R. (Fífan)
15:15 Þór - ÍA (Boginn)
Sunnudagurinn 23. febrúar
14:00 ÍBV - Grindavík (Fífan)
18:00 Valur - Víkingur R. (Egilshöll)