Ég sá í mogganum í morgun að þetta var ekki eina skiptið með Beckham sem Sir Alex Ferguson “ræðst óvart” á leikmann.

Ég ætla bara að taka þessa grein BEINT upp úr mogganum (ekki á netinu).

Mark McGhee lék undir stjórn Fergusons hjá Aberdeen: “Eftir varaliðsleik gegn Forfar var hann að húðskamma leikmann. Hann sparkaði í þvottakörfu með þeim afleiðingum að nærbuxur svifu á loft og lentu á höfði leikmanns, sem þorði ekki að hreyfa sig. Ferguson tók ekki eftir því og hélt áfram reiðilestrinum, leit svo á strákinn og öskraði:”taktu þessar fjandans nærbuxur af hausnum á þér! Hvers konar fíflaskapur er þetta?“

———-

Hárþurrkan:

Mark Huges, núverandi landsliðsþjálfari Wales, útskýrði hvers vegna Ferguson væri kallaður ”hárþurrkan“ meðal leikmanna. ”hann átti það til að stilla sér fyrir framan leikmann og skammast og öskra, svo að hárið stóð beint upp af höfðinu á manni“.

———-

Jaap Staam segist hafa óttast um öryggi sitt þegar Ferguson var að lesa eina af hálfleiksræðum sínum árið 1998. Þá hafi Ferguson sparkað í sjúkrabekk af öllu afli og hann hafi nærri því lent á sér.

———-

Peter Schmeichel, markvörður, rifjar upp spennu sína og Fergusons eftir að United hafi misst 3-0 forskot sitt á móti Liverpool: ”Hann var ekki aðeins óður, heldur móðursjúkur. Það var ekki nóg að hann fárlaðist útaf útspörkunum mínum, hann gagnrýndi hverja einustu hreyfingu mína í leiknum. Ég svaraði honum, sagðist efast um hæfni hans sem knattspyrnuþjálfara og sagði að hann ætti við alvarlega skapgerðarbresti að etja. Ferguson svaraði þessu fullum hálsi og hótaði að kasta tebolla í andlitið á mér!“

———-

ATH! þetta skrifaði ég sjálfur:
Og nú er það Beckham málið. Málið var að ”Hann“ (Ferguson), gerði sama hlut og venjulega (BRJáLAST!) eftir leikinn á móti Arsenal. Og enn ein kjaftasagan hefur komið fram: Asley Cole hafi labbað inn í búningsklefa Manchester til að hitta nokkra félaga sína (Rio og Neville's). Hann sagðist hafa verið að tala við Beckham og Rio og þeir hafi sagt eitthvað svona:
*Rio-”Ashley Cole made you look a right c**t“.
*Beckham-well, Wenger has made you look a bigger c**t, yet again”.
Við þetta hefur Ferguson “snappast” og kastaði skónum í Beckham! Og Neville og Scholes hafi haldið Beckham við vegginn og nokkrir aðrir Fergie í burtu. En málið er: Hvernig er hægt að hitta skó úr jörðinni, lifta honum og BEINT í andlitið á Beckham óvart (hann var ástæðan fyrir fyrra markinu) þvílík tilviljun!

Nei, bara svona spyr

Heimildir:
Mogginn Miðvikudag 19. Feb (fleiri sagnir af Fergie)
Arsenal.is (þýðing með Beckham)

ATH: * = hef ekki hugmynd um hvað “c**t” þýðir.

Kv. Shitto