Í dag (27. des)kynnti Keflavík þrjá nýja leikmenn sem eiga að styrkja Keflvíkinga í baráttunni í sumar. Mennirnir er Haukur Ingi Guðnason sem hefur undanfarin ár hefur leikið í varaliði Liverpool, Jóhann B. Guðmundsson sem hefur verið að reyna fyrir sér hjá Watford en hefur að eigin sögn ekki verið í náðinni hjá framkvæmdarstjóra liðsins. báðir eru fyrverandi leikmenn Keflavíkur en þegar þeir léku síðast með Keflvíkingum urðu þeir bikarmeistarar. Þriðji maðurinn er Ómar Jóhannsson sem var hjá Malmö FF í Svíþjóð hann hefur að undanförnu verið fastamaður í U21 landsliði Íslands en hann spilaði á sínum tíma hjá yngri flokkum Keflavíkur. Allir hafa leikmennirnir spilað áður undir stjórn Gústafs Björnssonar þegar hann var unglingalandsliðsþjálfari.
Áfram Keflavík