Jæja í dag, Mánudag var dregið í áttaliða úrslit ensku bikarkeppninnar.
Þar má sjá stórslagi umferðarinnar:

Arsenal - Chelsea; Leikurinn verður haldinn á Highbury í Norður Lúndunum, nánar tiltekið; heimavelli Arsenal. Þá fáum við að sjá Eið Smára takast á við Campbell í ÞRIÐJA skiptið.

Watford - Fulham/Burnley; Af þessum leik býst ég við skemmtun á báða kanta liðanna, því að fyrst að Fulham gera jafntefli við Burnley, þá hlýtur Watford að gera betur enda ofarlega í ensku FYRSTU deildinni.

Southampton - Wolverhampton Wanderes; Er hægt að byðja um meiri leik!? Bæði lið eru ofarlega í sínum deildum (So.Ton í 9. og Wolves í því 8.) og ég persónulega er oft með Wolves í CM og hef gaman af þeim, enda unnu þeir Newcastle í 3. eða 4. umferð.

Sheffield Utd. - Ledds Utd; Jæja. Ætla Leedsarar hreinlega að taka alla andstæðinga Liverpool í FA. og Worthington Cup? Þeir tóku Crystal Palace og nú takast þeir á við Sheffield sem reyndar unnu og töpuðu á móti Liverpool.


Ég spái þessum liðum áfram og vonast eftir eftirfarandi leikjum:

Arsenal - Leeds

Southampton - Fulham (vinna Burnley 2-1)

Þetta væru skemmtilegir leikir og þá ættu Arsenal menn að takast á við margskonar andstæðinga.
Einnig held ég að Arsenal vinni So.Ton í úrslitum! 2-0.

Þetta eru mínar skoðanir og engin skítköst á þær.