Kvennalandsliðið tapaði fyrir heimsmeisturunum
Jörundur Áki Sveinsson stýrði kvennalandsliðinu í seinasta sinn í gær þegar þær léku á útivelli gegn heimsmeisturunum frá Bandaríkjunum. Var hér á ferðinni vináttulandsleikur. Strax eftir leikinn varð Helena Ólafsdóttir opinberlega orðin þjálfari liðsins. Þetta var fyrsti leikur okkar stúlkna frá því í september en Bandaríska liðið hefur leikið 6 leiki á þessu ári! Frammistaða íslenska liðsins var með miklum ágætum en úrslitin urðu 1-0 fyrir heimaliðinu. Eina markið í Suður-Karólínu kom á 3.mínútu en þar var að verki Mia Hamm sem var útnefnd besta knattspyrnukona í heimi í fyrra. Bandaríkin voru mun sterkari aðilinn í leiknum en Ísland varðist vel.