Jæja, hér er allavega ein gleðifrétt fyrir Púllarana! Kirkland þarf ekki að fara í uppskurð!
Eftir að hafa ferðast til Bandaríkjanna og farið í margar rannsóknir hjá hinum magnaða Dr. Richard Steadman, hann hefur til dæmis aðstoðað Nistelrooy, Ronaldo og Shearer með meiðsli sín svo að einhverjir séu nefndir, þá hefur það komið í ljós að meiðslin munu gróa að sjálfu sér og uppskurður sé óþarfur. Hann hefur fengið mjög strangt endurhæfingarprógramm frá Dr.Steadman og hann býst við því, ef allt fer að óskum, að hann verði orðinn góður og byrjaður að æfa með liðinu á undirbúningstímabilinu.
______________________________ _____________________________________
Mitt álit á þessu er að þetta er mjög mikið áfall fyrir Chris, að fá þessi meiðsli á þessum tímapunkti. Hann var rétt byrjaður að festa sig í sessi í byrjunarliðinu hjá Liverpool og nú er ekkert sjálfgefið að hann fái það bara á silfurfati þegar hann kemur aftur. Aftur á móti fyrir Dudek, þá eru þetta gleðifréttir. Nú fær hann tækifærið aftur, og þó að hann geri mistök þá eru mjög litlar líkur á að honum verði hent út úr liðinu því enginn annar en Peggy Arphexad myndi koma í staðinn!!! Mín spá er að hann muni komast í sitt gamla form áður en langt um líður.
Við þetta má bæta að Sven-Göran Erikson hefur nýlega tilkynnt framtíðarmarkmenn enska landsliðsins. Það eru Paul Robinson, David James og Chris Kirkland. Í framhaldi af meiðslum Kirklands, og minni spá um að Dudek komist í sitt gamla form aftur þá held ég að Kirkland eigi enga möguleika í markmannstöðuna hjá Englandi - strax. Robinson mun líklegast halda henni þar til Dudek verður seldur eða settur út úr liðinu eina ferðina enn….