Norðmaðurinn John Arne Riise hefur verið að leika vel með liði Liverpool þrátt fyrir að fjölskylda hans hafi fengið sendar morðhótanir upp á síðkastið.

Þetta byrjaði allt í síðasta mánuði þegar Berit móðir hans sem er umboðsmaður knattspyrnumanna ásakaði stjórnarformann liðs bróður hans Jon Arna Riise, Bjorn Helge, um kynferðislega áreitni. Síðan þá hefur líf þeirra verið hræðilegt líkt og póstsendingar til dæmis borist þeim sem voru hvítt duft sem talið er vera miltisbrandur. Faðir Riise, Thormod sagði: ,,Það er mikið af klikkuðu fólki þarna úti. Við erum hrædd um líf okkar og okkur finnst við vera aðalskotmarkið í okkar eigin heimabæ.\“


John Arne hefur ekkert látið þetta á sig fá og hefur skorað tvö mörk í síðustu þremur leikjum. Berit Riise móðir hans sagði að komið hafi verið í veg fyrir félagsskipti yngri bróðursins, Bjorn Helge, til Cardiff frá Aalesund því hún hafi ekki látið eftir kynferðislegri áreinti Ivar Morten Normark þjálfara hans. Hún var með þessar ásakanir í norsku sjónvarpi og í kjölfar þeirra hófust hótanirnar og eru þau nú undir lögregluvernd.


,,Normark kom upp með nokkur gróf orð sem táknast sem kynferðileg áreitni. Ég móðgaðist yfir að maðurinn sem stjórnaði liði sonar míns segði þetta við mig.\” sagði Berit.


Normark sagði: ,,Ég sagði við Berit að orðspor hennar væri ekki svo gott. Þegar ég tók við þjálfun félagssins var það fyrsta sem vinir mínir spurðu hvort ég hafi hitt hana og það annað hvort ég væri búinn að sofa hjá henni.\“


Aalesund varð að loka heimasíðu félagssins vegna fjölda óviðeigandi skilaboða sem flæddu þar inn.


Tormod Riise bætti við: ,,Ég trúi ekki að Berit sé að ganga í gegnum þetta. Eftir allt er það hún sem lenti í kynferðislegri áreitni, aftur og aftur sannast að karlmenn dóminera í fótboltakerfinu. Hún er fórnarlamb en er látin líta út sem sá seki\”

Takk fyrir, kveðja Gilliman